Boudoir Myndataka
Boudoir eru sjálfseflandi myndir af konum til að vekja upp innri valkyrjuna. Ertu tilbúin til að hleypa innra sjálfstrausti þínu af beisli? Sem boudoir ljósmyndari sérhæfi ég mig í að fanga fegurð þina og styrk á hátt sem er sterkur og einlægur á sama tíma. Ég mun fara með þér í ferðalag sem leiðir þig í að finna fyrir þokka þínum og sjálfstrausti í þínu eigin skinni. Markmið mitt er að skapa öruggt og gefandi umhverfi þar sem þú getur tengst sjálfri þér á þann hátt sem boudoir dregur fram, hin innri ljónynja. Við erum hér til að fanga líkama þínum, þessu einstaka musteri sem þér var gefið.
Ég vill fá þig í tökur til mín nákvæmlega eins og þú ert. Það er ekki spurning um að missa einhver kílo eða kaupa dýrustu undirfötin, ég gef þér hér loforð um að þú- eins og þú ert núna- ert fullkomin á filmuna mínu og ég vill sýna þér það. Þetta er einstök upplifun og ég get ekki mælt nóg með henni.
Myndatakan fer fram í þægjindum ykkar eigins heimilis eða á leigðu hótelherbergi. Ef óskað er eftir studio er það líka möguleiki, en myndirnar missi aðeins af einlægni sinni þar. Engu að síður eru þetta fallegar myndir hvort sem þær eru teknar við náttúrulega lýsingu eða gervilýsingu. Takan tekur um klukkustund en við gefum okkur um 2 klst til að hafa myndatökuna sem þægilegasta.
Komdu og finnum kjarnann þinn saman.
Smelltu hér til að sjá myndir úr Boudoirmyndatöku