Brúðkaupsdagurinn þinn er einn mikilvægasti dagur lífs þíns og því er auðskilið hversu þýðingarmikið það er fyrir þig að fá aðeins það besta sem hægt er að bjóða upp á.
Þess vegna er ég helguð því að fanga fegurðina, augnablikin og haminguna á þessum einstaka degi á faglegan of persónulegan hátt.
Augnablikin sem hverja svo fljótt, allt frá kossinum til seinasta dansins -verða eilíf.
Þarfir brúðarhjóna eru misjafnar og býð ég upp á úrval pakka til að henta þínum þörfum sérstaklega.
Tökutímin getur verið allt frá 90 mínútum til heils dags, allt eftir því hversu stóran hluta af þessum fallega degi þið viljið varðveita í formi faglegra ljósmynda.
Allar myndir eru afhentar í stafrænu formi - í lit og í svarthvítu.
Kostur er á að bæta við drónaskotum.
Enginn ferðakostnaður bætist við ef myndatakan á sér stað innan höfuðborgarsvæðisins.
Smelltu hér til að senda fyrirspurn um brúðkaupsmyndatöku